Verslunarferð til Dublin - Flug á 27.900 kr.

Miklar breytingar hafa orðið á Dublin á síðari árum, hún hefur vaxið gríðarlega og hefur nánast breyst úr sveitaþorpi í stórborg! Stutt flug, þægilegir flugtímar, brottför til Dublin að morgni og frá Dublin að kvöldi.

Nánari Lýsing

EINSTÖK STEMNING Í DUBLIN

Í írska lýðveldinu búa um 3.5 miljónir en í Dublinborg rétt rúmlega 1 milljón manna. Áin Liffey skiptir borginni í tvo hluta, norður og suður sem gefur henni sérstakan sjarma. Í hugum margra er Dublin kannski þekktust fyrir sínar fjölmörgu krár, fjör og írska tónlist. Elsta krá í Dublin er hin magnaða The Brazen Head sem var stofnuð árið 1198 og ætti enginn að láta hana fram hjá sér fara.

Einnig má skella sér í skoðunarferð í höfuðstöðvar Guinness verksmiðjunnar þar sem hægt er fræðast um þennan annars ágæta ölkeldusafa. Í Dublin er vel á annað þúsund barir og krár þar sem Guinness, Jameson og Bailey‘s njóta mestu vinsældanna. Írar kunna sannalega að skemmta sér og myndast iðulega skemmtileg stemning á írsku kránum.

Mikið úrval góðra veitingastaða er að finna í Dublin og er hægt að velja á milli amerískra, skandinavískra, ítalskra og svo að sjálfsögðu írskra veitingastaða. Úrvalið er mikið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Miklar breytingar hafa orðið á Dublin á síðari árum, hún hefur vaxið gríðarlega og hefur nánast breyst úr sveitaþorpi í stórborg að hluta til vegna aukningu erlendra ferðamanna. Borgin hefur þó haldið sínum sjarma sem einkennist helst af hinu þægilega viðmóti íbúanna. Margar minjar eru einnig í Dublin tengdar hinum þekktu írsku rithöfundum en fram lag Íra til bókmennta hefur verið sérstaklega merkilegt. Þjóðin státar m.a af þremur Nóbelskáldum: George Bernard Shaw, William Butler Yeats og Samuel Beckett. Glæsileg söfn er að finna í borginni, fallegir almenningsgarðar eins og St. Stephens Green og voldugar kirkjur á borð við kirkju heilags Patreks. Fjölmörg leikhús eru í borginni og auðvelt er að komast á skemmtilega tónleika.

FJÖLDI GÓÐRA VERSLANA Í DUBLIN!

Nóg er af verslunum í Dublin og þar má finna allar helstu verslunarkeðjurnar sem fólk sækist eftir. Borgin er þægileg yfirferðar og stutt er á milli helstu verslunargatnanna sem eru sitt hvoru megin við ána Liffey. Tilvalið er svo að setjast niður á eina af fjölmörgum krám, eða sjarmerandi kaffihúsum borgarinnar, njóta dagsins áður en hlaupið er í næstu verslun. Fyrir sunnan er aðalverslunargatan Grafton Street þar sem hægt er að finna ýmsar merkjavörur og sérverslanir. Athugið að enginn VSK er af barnafötum.

Fyrir norðan ána er svo Henry Street og við hana standa ýmis minni vöruhús og verslunarmiðstöðvar. Verslunarmiðstöðin Dundrum Town Centre er glæsileg og býður uppá óendanlega verslunarmöguleika og er ein sú stærsta í Dublin.

MARGT AÐ SKOÐA Í DUBLIN

  • Dómkirkja Heilags Patriks, kirkjan er stærsta kirkja Írlands og á sér langa og merkja sögu
  • Trinity College er eitt af kennileitum borgarinnar og er þar eitt fegursta bókasafn heimsins sem hefur að geyma mörg forn handrit.
  • Grafton Street, ein aðalverslunargata borgarinnar með mikið úrval verslana.
  • Höfuðstöðvar Guinness þar sem má finna glæsilegt safn auk þess sem gestir geta fengið að smakka á ölinu á barnum sem er á 7 hæð en þaðan er fallegt útsýni yfir borgina.
  • Dublinar kastalinn þar sem er að finna mikla og merkilega norræna vikingasögu.
  • St Stephen’s Green garðurinn er við hliðina á helstu verslunargötu Dublinar Grafton Street og Grafton Street verslunarmiðstöðinni.
  • Temple Bar er svæði á suður bakka árinnar Liffey. Í Temple Bar er líflegt næturlíf sem nýtur mikilla vinsælda hjá ferðamönnum.

SKOÐUNARFERÐIR Í DUBLIN

  • Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • Verð: 27.900 á mann (eingöngu flug, ekki hótel). 
  • Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla
  • Flug út þann 27.10  brottför  11.20  lent í Dublin kl 1350 
    Flug Dublin - kef  30.10  brottför  17:40  lent í Kef  kl 20:10
  • Takmarkað magn: 20 sæti

Innifalið í verði

  • Flug og flugvallaskattar
  • Ein taska (max 20 kg og 5 kg handfarangur á mann)

Ekki innifalið í verði

  • Rútuferðir til og frá flugvelli
  • Skoðunarferðir
  • Hótel
Smáa Letrið
  • Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • Verð: 27.900 á mann (eingöngu flug, ekki hótel). 
  • Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla
  • Flug út þann 27.10  brottför  11.20  lent í Dublin kl 1350 
    Flug Dublin - kef  30.10  brottför  17:40  lent í Kef  kl 20:10
  • Takmarkað magn: 20 sæti

Innifalið í verði

  • Flug og flugvallaskattar
  • Ein taska (max 20 kg og 5 kg handfarangur á mann)

Ekki innifalið í verði

  • Rútuferðir til og frá flugvelli
  • Skoðunarferðir
  • Hótel

Gildistími: 27.10.2017 - 30.10.2017

Notist hjá
Aha.is, Skútuvogur 12b, 104 Reykjavík

Vinsælt í dag