Skrifað 8. apríl 2022

Nýtt á Aha - Uppskriftir

Í vikunni kveiktum á uppskriftum, en þar gefst viðskiptavinum færi á að velja á milli nokkurra uppskrifta og panta það sem þá vantar í hverja uppskrift. Þetta hefur verið þó nokkuð lengi í þróun hjá okkur og verður spennandi að sjá hvernig viðskiptavinir taka í þetta.

Skrifað 1. apríl 2022

Hammari heim með hesti?

Eftir erfiðan vetur með lokunum og illa mokuðum götum var ljóst að við þurftum að leita nýrra leiða til að létta undir með bílaflotanum og koma sendingum heim til viðskiptavina á umhverfisvænan hátt. Ákveðið var að velja öruggan og þægilegan ferðamáta sem hefur reynst Íslendingum vel öldum saman.

Skrifað 17. mars 2022

Kemur sá 200.000 fyrir páska?

Allt stefnir í að tvö hundruð þúsundasti viðskiptavinur Aha komi fram núna fyrir páska. Af því tilefni ætlum við að verðlauna hinn heppna með veglegu gjafabréfi fyrir tvo.

Skrifað 1. mars 2022

Er hádegismatur í þínu fyrirtæki?

Við höfum þróað spennandi lausn þar sem vinnustaðir geta sameinað pantanir frá mörgum starfsmönnum í einu og fengið allt sent í einni pöntun.

Skrifað 14. febrúar 2022

Alltaf hægt að sækja

Gríðarlegt álag hefur verið á heimsendingarþjónustunni undanfarnar vikur, bæði vegna fjölda fólks í einangrun og sóttkví og nú síðustu daga, vegna færðar á höfuðborgarsvæðinu.

Skrifað 10. janúar 2022

35% aukning á pöntunum Subway

35% aukning varð á fjölda pantana Subway á milli desember- og janúar mánaða. Má þetta rekja til nokkurra þátta en líkt og Aha hefur Subway fylgst vel með gangi mála vestanhafs og í Bretlandi séð hvernig mikla fjölgun pantana má rekja til fyrirtækja eins og Uber Eats, Just-Eat og Deliveroo sem starfrækja markaðstorg og sjá um ýmist tæknimál auk heimsendinga fyrir veitingastaði, líkt og Aha gerir hér á landi.

Skrifað 1. júní 2021

100% rafmagn og ekkert bull

Aha státar af öflugum rafmagnsbílaflota en árið 2017 var ákveðið að sinna heimsendingum fyrirtækisins einungis á rafmagnsbílum. Í dag á fyrirtækið yfir 30 rafmagnsbíla sem eru í útkeyrslu frá morgni til kvölds og eru síðan hlaðnir á nóttunni.