Ný og spennandi þjónusta væntanleg!

Aha hefur verið leiðandi í netverslun og heimsendingu með matvöru síðan árið 2016 þegar verslunin Iceland hóf að senda matvöru heim og Nettó ári síðar. Samhliða hefur aha þróað fullkomna netverslun, samantektar-kerfi fyrir söluaðila auk þess að sinna heimsendingum, oftar en ekki við mjög krefjandi aðstæður. Þá er aha eitt af fremstu fyrirtækjum í heimi þegar kemur að umhverfisvænum heimsendingum.

Viltu móta framtíðina með okkur?

Framundan eru spennandi breytingar í vændum á sviði netverslunar með matvöru, sem miða að því að auka enn frekar þjónustu við viðskiptavini okkar. Nú leitum við að hópi fólks til að taka þátt í að móta þessa nýju vöru með okkur. Skráðu þig hér að neðan ef þú vilt taka þátt í að móta framtíðina með okkur og við verðum í sambandi innan skamms.