Þriggja rétta lúxus kvöldverður fyrir tvo á Höfninni

Notalegt kvöld við gömlu höfnina í Reykjavík

Nánari Lýsing

Hér er eitt af allra vinsælustu tilboðum síðustu ára komið aftur. Þriggja rétta veisla fyrir tvo hjá matreiðslumeisturum Hafnarinnar. 

Matseðillinn er eftirfarandi:

  • - Skelfisksúpa Hafnarinnar með humri, bláskel, hörpudisk, fenniku og þeyttum rjóma.
  • - Gljáður nautahryggur, kryddbökuð kartafla, pönnusteiktir sveppir, bernaisesósan fræga og rótargrænmeti. 
  • - Heit súkkulaðikaka með hindberjum og lakkrísís.

Gjafabréf á Höfnina er falleg gjöf sem gleður, það er sent með tölvupósti stuttu eftir kaup og á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram

Um Höfnina

Höfnin er veitingastaður þar sem gæði og sanngjarnt verð fara saman. Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari og hans fjölskylda opnuðu staðinn vorið 2010 og hefur hann starfað undir hans stjórn allar götur síðan. 
 
Höfnin tekur um 100 manns í sæti á tveimur hæðum og staðsetningin er frábær með útsýni yfir gömlu höfnina í Reykjavík þar sem notalegt er að fylgjast með sjóurunum koma að landi með spriklandi fiskinn. Höfnin er alveg á bryggjusporðinum með helstu hvalaskoðunarfyrirtækjunum.
 
Húsið geymir heilmikla sögu sjómanna og verkafólks sem hér bjó á árum áður. Uppskriftirnar eru klassískar en færðar til nútímans af matreiðslumönnum staðarins.
 
Vinsælustu réttirnir eru humar, kræklingur, rauðspretta, bleikja og íslenska nauta- og lambakjötið. Smáréttir og salöt eru frábær valkostur á veröndinni á góðviðrisdögum og hádegistilboð eru alltaf í gangi. Flott þjónusta og hlýlegt umhverfi bíður þín á veitingahúsinu Höfninni.

Smáa Letrið
- Gjafabréfið verður sent í tölvupósti stuttu eftir kaup. - Borðapantanir eru í síma 511-2300. - Tilboðið gildir fyrir tvo. - Fullt verð miðast við verð af matseðli.

Gildistími: 09.06.2024 - 09.11.2024

Notist hjá
Höfnin, Geirsgata 7c, 101 Reykjavík

Vinsælt í dag