Hvalaskoðun í Reykjavík

Upplifðu leyndardóma hafsins í stórskemmtilegri hvalaskoðunarferð með Eldingu.

Nánari Lýsing

Upplifðu leyndardóma hafsins í hvalaskoðunarferð frá Reykjavík með Eldingu. Algengast er að sjá hnúfubaka, hrefnur, hnýðinga og hnísur, en hver ferð er einstök og lætur engan ósnortinn. Leiðsögumaður veitir áhugaverðar upplýsingar um dýralíf Faxaflóa sem og stórbrotið landslag sem umlykur okkur á meðan ferð stendur. Um borð er að finna rúmgóða útsýnispalla, upphitaðan sal með stórum gluggum, salerni, hlífðarfatnað og kaffiteríu þar sem hægt er að versla léttar veitingar.

Brottför er frá Ægisgarði. Bóka þarf pláss í síma 519 5000 eða hjá [email protected]

Hvað er innifalið?

  • 3 klst. hvalaskoðunarferð
  • Leiðsögn á ensku
  • Frítt WiFi um borð
  • Heilgallar og regnjakkar til láns
  • Engir hvalir eða höfrungar? Komdu aftur frítt!

  Hvað þarf ég að taka með?

  • Góða skó
  • Hlý föt 

  Gjafvænt, blaðrænt, stafrænt, veskisvænt eða símavænt.

  Hvort sem þú ætlar að nýta gjafabréfið sjálf/ur, með öðrum eða gefa það sem gjöf þá bjóðum við upp á möguleika sem hentar hverju tilfelli.

  Þú getur prentað gjöfina út sem fallegt gjafabréf sem er eingöngu merkt fyrirtækinu sem keypt er hjá og verð kemur ekki fram. Inneignina má einnig nota beint úr Aha appinu eða setja hana í Apple veskið.

  Gjafabréf í umslagi


    80 tilboð seld
  Fullt verð
  12.900 kr.
  Þú sparar
  5.106 kr.
  Afsláttur
  40 %
  Smáa Letrið
  • Hvalaskoðun fyrir einn
  • Ferðin tekur 3 klst. 
  • Afbóka þarf með sólarhrings fyrirvara
  • Ath. að klæða sig eftir veðri
  • Bóka þarf pláss í síma 5195000 eða á [email protected]
  • Gildir ekki 24., 25. og 31. des og 1. jan

  Gildistími: 11.07.2024 - 11.07.2025

  Notist hjá
  Elding, Ægisgarður 5c, 101 Reykjavík

  Vinsælt í dag