Þjónustuver Aha.is

Opið 11:00 - 22:00 alla daga

546-5000

[email protected]

Stofnun Aha

Aha.is var stofnað af vinunum Helga Má Þórðarsyni og Maroni Kristóferssyni í mars árið 2011.

Hvatinn að stofnun fyrirtækisins var áhugi félaganna á netverslun og var fyrsta verkefnið að bjóða Íslendingum upp á dagleg tilboð af öllum stærðum og gerðum. Ekki leið á löngu þar til nauðsynlegt varð að ráða liðstyrk og ári eftir stofnun voru starfsmenn Aha orðnir sex talsins.

Markaðstorgið Aha

Árið 2013 var sú ákvörðun tekin að gera Aha að markaðstorgi á netinu þar sem almennar verslanir gætu boðið upp á sínar vörur í netverslun án þess að hafa mikla tækniþekkingu eða leggja út í mikinn kostnað. Ári síðar hóf Aha að bjóða upp á samstarf við veitingastaði þar sem viðskiptavinir gátu pantað útrétti (take away) á netinu.

Auk aðgangs að markaðstorgi Aha var ákveðið að bjóða söluaðilum upp á heimsendingar til viðskiptavina og samnýta þannig sendla fyrir fleiri en eitt fyrirtæki.

Aha í dag

Í dag lítum við fyrst og fremst á Aha sem hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur þróað hugbúnað sem sér um netverslun fyrirtækja allt frá pöntun viðskiptavinar til tínslu og afhendingar vöru. Við leggjum mikinn metnað í að starfa í sátt við söluaðila okkar, starfsfólk og umhverfið og minnka kolefnissporið af okkar starfsemi - “People, planet, profit” er ávallt haft að leiðarljósi.

People, planet, profit

Frá 2015 höfum við eingöngu fjárfest í rafmagnsbílum fyrir heimsendingar, við höfum notað reiðhjól og rafhlaupahjól í sendingar og í nokkur ár höfum við stundað tilraunasendingar með drónum, knúnum af rafmagni.

Á þeim 10 árum sem liðið hafa frá stofnun hefur Aha vaxið og dafnað jafnt og þétt og eru starfsmenn fyrirtækisins nú á annað hundrað.