Þjónustuver
Opið 11:00 - 22:00
Opið 11:00 - 22:00
Aha.is er markaðstorg á netinu. Við bjóðum upp á frábær tilboð á vörum og þjónustu á hverjum degi en á síðunni er einnig að finna verslanir með breytt vöruúrval sem og hátt í 100 veitingastaði þar sem hægt er að panta mat og fá heimsendan eða sækja á staðinn.
Markmið okkar, á öllum vígstöðvum, er að bjóða góð verð og frábæra þjónustu.
Aha.is hefur verið starfandi frá því í apríl 2011. Allar greiðslur af debet og kreditkortum fara fram í gegnum örugga vefsíðu Borgunar. Kortanúmer er geymd hjá Borgun - þau sjáum við aldrei.
Þá smellirðu bara á "kaupa" áður en tilboðið rennur út. Ef lágmarks fjöldi fólks tekur tilboðinu skuldfærum við kort þitt og sendum þér staðfestingu til að prenta út. Einnig er hægt að greiða með millifærslu en þá þarf að gæta þess að millifæra í tæka tíð til að taka þátt.
Ef lágmarksfjöldi næst ekki fellur tilboðið sjálfkrafa niður og verður endurgreitt. Kredit/debetkort eru ekki skuldfærð fyrr en lágmarksfjöldi hefur náð tilboðinu. Ef þú hefur þegar millifært á aha.is og tilboð nær ekki lágmarksfjölda þarftu að senda okkur tölvupóst á [email protected] með upplýsingum um bankanúmer og kennitölu og við endurgreiðum um hæl.
Þegar búið er að greiða fyrir tilboðið og það hefur tekið gildi fá þátttakendur tölvupóst með staðfestingu sem inniheldur inneignarnúmer og upplýsingar um hvert skal sækja vöruna/þjónustuna. Miðann prentar þú út og tekur með þér sem greiðslu fyrir vöruna eða þjónustuna sem í boði er. Passaðu að oft þarf að panta tíma eða borð, t.d ef um er að ræða snyrtingu eða mat á veitingastað. Það er gert með því að hafa samband við viðkomandi söluaðila - símanúmer er tekið fram á inneignarmiðanum.
Ef valin er póstsending (eða ef póstsending er innifalin í tilboðinu) þarf ekkert að gera nema bíða eftir að pakkinn berist heim eða á næsta pósthús.
Gildistími tilboðs er alltaf tekinn fram í smáa letrinu. Hann er mjög mislangur svo þú skalt passa vel upp á að nýta tilboðið áður en það rennur út.
Já. Nema “smáa letrið” taki sérstaklega fram eitthvað annað. Í mörgun tilfellum er hægt að hafa samband við söluaðila og biðja um að útbúið sé gjafabréf fyrir inneigninni - slíkt er alltaf skemmtileg tækifærisgjöf.
Einnig erum við líka alltaf með mörg skemmtileg tilboð þar sem þú færð sent fallegt gjafabréf á tölvupósti. Þú þarft bara að prenta það út og gefa þeim sem þú vilt. Á bréfunum er að finna logo söluaðila tilboðsins, upplýsingar um það sem gjöfin felur í sér sem og hvert viðtakandi þarf að snúa sér til að nýta gjafabréfið. Ekkert nafn eða verð kemur fram á gjafabréfinu.
Nei, því miður. Stundum erum við með takmarkað magn af vöru í boði. Oftast vitum við um slíkt fyrirfram og tökum það fram á síðunni. Tilboðið er svo merkt "uppselt" þegar hámarksfjölda er náð. Það getur hins vegar gerst að tilboð seljast betur en við áttum von á og söluaðili sér á ákveðnum tímapunkti fram á að geta ekki afgreitt fleiri vörur/þjónustur en þegar er búið að selja. Þá bregðum við á það ráð að setja inn hámarksfjölda eftir að tilboð er hafið eða jafnvel hætta sölu á tilboðinu þrátt fyrir að tilboðstími sé ekki útrunninn. Þetta gerum við bæði til að vernda hagsmuni söluaðila og kaupenda. Það getur því borgað sig að ganga strax frá kaupum í stað þess að bíða fram á síðustu stundu.
Nei, því miður. Nema annað sé tekið fram þá færð þú ekki til baka þann pening sem þú notar ekki. En þú getur gert eitt annað, komdu með vin eða vinkonu og deilið reikningnum.
Nei. Ekki nema sérstaklega sé talað um það.
Ef sú staða kemur upp munu Aha.is endurgreiða ónotaða inneignarmiða sé gildistími þeirra ekki liðinn.
Nei því miður sendum við aðeins innanlands sem stendur. Veitingar og matvöru er aðeins hægt að fá senda innan höfuðborgarsvæðisins.
Hafðu samband við okkur í síma 546 5000 eða sendu okkur póst á [email protected]
Smápöntunargjald er auka gjald sem er lagt ofaná heimsendingargjaldið okkar frá veitingastöðum þegar pantað er undir vissu viðmiði.
Þegar pöntun er gerð með smápöntunargjaldi
Hver eru viðmiðin?
Viðmiðin eru þrepaskipt og fara eftir stærð pöntunar og gilda þau bara um 1 veitingastað í senn
Hvernig sleppi ég samt við þetta smápöntunargjald?
Þú getur alltaf sótt pöntunina án auka kostnaðar eða bætt við í körfuna frá veitingastaðnum og farið yfir viðmiðin og greitt því lægra sendingargjald.
Álagsgjald er auka gjald sem er lagt ofaná heimsendingargjaldið okkar þegar biðtíminn er í hærra lagi. Það er gert til að minnka álag og dreifa eftirspurn yfir álagstímann.
Þegar pöntun er gerð með álagsgjaldi
Hvernig sleppi ég samt við þetta álagsgjald?
Þú getur alltaf sótt pöntunina án auka kostnaðar við pöntun, einnig er hægt að bíða þar til biðtíminn hefur lækkað eða fyrirfram panta áður en álagstími er.
Þú getur sótt vörurnar á flesta veitingastaði og verslanir. Pantanir í Nettó er hægt að sækja í valda Nettó verslun. Ef ekki birtist valmöguleiki um að sækja vöru við pöntun er einungis hægt að fá vöru heimsenda frá við komandi fyrirtæki.
Við bjóðum upp á heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu gegn vægu sendingargjaldi. Vörur sem pantaðar eru út á land eru sendar með Íslandspósti.
Hægt er að fá pöntunina svo fljótt sem auðið er eða fyrirframpanta og velja hentugan afhendingartíma. Á veitingasíðunni er hægt að fylgjast með áætluðum eldunar- og heimsendingartíma. Ath. þó að hér er einungis um viðmiðunartíma að ræða sem ætti að gefa vísbendingu um bið en margt getur þó spilað inn í biðtímann með litlum fyrirvara. Við sendum þér SMS um leið og pöntunin er tilbúin til afhendingar eða fer af stað. Til að sjá hvenær hægt er að fá matvöru afhenta er gott að byrja á því að setja eina vöru í körfuna og athuga því næst hvaða afhendingarvalmöguleikar eru í boði, þeir geta verið misjafnir eftir verslun.
Ef álagið er það mikið að sendlar okkar ráða ekki við meira í bili lokast fyrir heimsendingar tímabundið, fyrst í úthverfi. Þó er alltaf hægt panta og sækja.
Það getur alltaf komið fyrir að vara sé ekki til. Ef þetta kemur upp færðu nánari leiðbeiningar frá okkur eftir því sem við á.
Þegar þú hefur gert pöntun í fyrsta skipti getur þú valið Sama og síðast hnappinn næst þegar þú pantar hjá sama fyrirtæki. Þú getur síðan breytt þeirri körfu, tekið úr og bætt í áður en þú gengur frá næstu pöntun.
Já - þú getur sett upp mörg heimilisföng í kerfinu, bæði til að senda í vinnuna eða til að senda til aðstandenda sem eiga erfitt með að fara í búð. Í slíkum tilfellum hvetjum við þig til að nota tímann sem þú sparaðir til að fara í heimsókn til viðkomandi.
Við bíðum spennt eftir nýjum dróna sem mun gera okkur kleift að hefja drónasendingar að nýju, jafnvel alla leið inn í garð til þín.
Almennt gilda sömu skilmálar um skil á vörum eins og gilda í viðkomandi verslun. Best að vera beint í sambandi við verslunina sem þú keyptir vöruna hjá en einnig er hægt að koma með vöruna til okkar á Grensásveg 11 innan tveggja mánaðar og við látum þig hafa inneign á síðuna í staðinn. Varan þarf að vera ónotuð og í upprunalegum umbúðum og gefa þarf upp pöntunarnúmer. Ef vara reynist gölluð endurgreiðum við hana að sjálfsögðu. Sjá nánar hér um ábyrgðir og skilarétt.
Ekki er hægt að skila matvöru og veitingum.
Skilafrestur er tveir mánuðir. Viðtakandi getur bæði skilað vörunni beint í verslun gegn inneign en einnig er hægt að koma með vöruna til okkar á Grensásveg 11 og fá inneign á Aha.is í staðinn. Varan þarf að vera óopnuð og í upprunalegum umbúðum.
Ekki er hægt að skila matvöru og veitingum.
Við viljum endilega heyra í þér - neðst í vinstra horninu á síðunni er leið til að komast í beint samband við okkur. Einnig má senda okkur póst á [email protected]