Gisting, morgunverður og kvöldverður fyrir tvo á Sveitarsetrinu Brú.

Gerðu vel við þig í skammdeginu í rómantískri, rammíslenskri sveitasælu. Á sveitasetrinu Brú má finna huggulega gistingu og góðan mat og drykk.

Nánari Lýsing

Alvöru íslensk sveitarómantík. Gisting fyrir tvo í tveggja manna herbergi með morgunverði ásamt kvöldverði fyrir tvo á rómuðum veitingastað sveitasetursins.

Sveitasetrið Brú
Sveitasetrið Brú tók til starfa sumarið 2023 og er huggulegt sveitaheimili með litríku fólki og fjörugum dýrum. Á Brú má finna góðan mat og drykk, gistingu, aukinheldur sem Hlaðan á Brú er upplagður staður til að halda brúðkaup, árshátíð, ráðstefnu eða aðra skemmtilega viðburði.

Á hverju kvöldi galdrar hið hæfileikaríka eldhústeymi Brúar fram fjölbreyttar heimagerðar krásir.

Á Brú er einnig að finna Hlöðuna, stóran og fallegan sveitasal sem hægt er að leigja fyrir alls kyns viðburði og getur tekið upp undir 200 manns í borðhald og 300 í dans. Við bjóðum upp á nokkrar mismunandi leiðir í veitingum og getum opnað Hlöðubarinn sé þess óskað. Í Hlöðunni má stíga trylltan dans og þar er bæði svið, hljóðkerfi og stór sjónvarpsskjár.

Smáa Letrið
  • Tilboðið gildir fyrir gistingu, morgunverði og kvöldverði fyrir tvo
  • Bókanir í síma 793 6000 eða hjá [email protected]

Gildistími: 13.06.2024 - 31.12.2024

Notist hjá
Sveitasetrið Brú, Brúarholt II, 805 Selfoss

Vinsælt í dag