Flúðafjör í Hvítá

Frábær ferð í flúðasiglingar niður Hvítá fyrir ævintýragjarna náttúruunnendur

Nánari Lýsing

Arctic Rafting býður upp á flúðasiglingar og ævintýri í Hvítá á Suðurlandi örstutt frá Gullfossi og Geysi. Frábært fjör fyrir einstaklinga og hópa. innifalið í ferðinni er aðgangur að sturtum, heitum pottum og saunu eftir siglinguna.

Ferðin hefst frá Drumboddsstöðum, þar sem allir þátttakendur fá búnað sem gerir þeim kleift að takast á við ána. Þaðan keyrum við stutta vegalengd alveg að árbakka Hvítár þar sem fjörið hefst. Fyrsta flúðin er rétt handan við hornið og í kjölfarið koma flúðirnar í bunu. Ferðin spannar sjö kílómetra í gegnum skemmtilegar öldur sem leiða okkur niður falleg gljúfur. Við fyllumst undrunar er við fljótum í gegnum hina margrómuðu og fallegu Brúarhlöð. Á þeim stað, ef aðstæður leyfa, höfum við boðið þeim sem vilja að stökkva fram af klettinum í ískalda jökulsána.

Heitir pottar, sauna og veitingar
Drumboddsstaðir bjóða ekki einungis upp á flúðasiglingar. Á staðnum er að finna heita potta, sauna-klefa, veitingastað og bar. Við erum nýbúin að endurnýja búningsklefa og bæta við heilli viðbyggingu.

Eftir hasarinn er tilvalið að ylja sér í saununni og heitu pottunum og jafnvel njóta í leiðinni veiganna sem í boði eru á veitingastaðnum okkar og bar.

Smáa Letrið

Hvað er innifalið?

Gildistími: 18.06.2024 - 18.11.2024

Notist hjá
Drumboddsstaðir River Base, 806 Selfoss

Vinsælt í dag