Albír 26. ágúst í 7 nætur

Flug og gisting til Albir þar sem gist er á 4 stjörnu hótelinu Albir Playa, morgunmatur innifalinn. Verð frá 59.955 kr. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn.
-35%-35%

Nánari lýsing

Strandbærinn Albir á Costa Blanca er sætur, lítill og notalegur bær rétt við hinn fjöruga strandstað Benidorm sem svo margir þekkja.

Albir er einstaklega skemmtilegur bær þar sem frábært er að njóta lífsins í sumarfríinu. Hér eru lágreistar byggingar sem gefa bænum fallegt yfirbragð. Bærinn þykir afar fjölskylduvænn og býður alla þá fjölbreyttu þjónustu sem þarf til þess að gera gott frí enn betra.

Ströndin í Albir er sérlega falleg steinvöluströnd sem hefur hlotið „bláa flaggið“ sem er gæðavottun á vegum Evrópusambandsins og einungis hreinum og tærum ströndum hlotnast. Meðfram ströndinni allri liggur skemmtileg strandgata, lögð sléttum marmaraflísum sem henta vel til göngu, göngu með barnakerru eða til þess að renna sér á línuskautum, fyrir þá sem vilja fara hratt yfir. Gatan sú er kölluð „Stjörnustræti“ eða „Paseo de las Estrellas“ og er fyrirmyndin engin önnur en „Hollywood – walk of fame“ gatan með stjörnum er prýða nöfn leikara og leikstjóra frægra kvikmynda.

Við strandgötuna er líka fjöldi verslana og veitingastaða og vilji maður taka langa göngu má ganga alla leið að vitanum meðfram ströndinni. Þá þykir útsýnið til hafs eitt það fallegasta við Miðjarðarhafið.

Yfir sumartímann má finna litla markaði þar sem unnt er að kaupa skartgripi, leðurvörur og minjagripi. Stutt er í gamla bæinn í Altea og upplagt að verja þar eins og hálfum degi, skoða gömlu kirkjuna og þröngu strætin sem liggja upp að kirkjutorginu. Á þeirri leið upplifir maður ekta spænska stemningu, þar sem hér eru einungis göngugötur með litlum, sætum verslunum og í mörgum þessara húsa eru einhverjir bestu veitingastaðir svæðisins, sem byggja allir á gömlum spænskum hefðum. Til Altea eru einungis um 5─10 mínútur með leigubíl en frá Albir ganga einnig strætisvagnar þangað.

Helstu verslunarmiðstöðvar er að finna fyrir ofan Benidorm eða inni í Alicante. Fáið upplýsingar um ferðir þangað hjá fararstjóra Heimsferða. Ofar í Albir er nokkurs konar miðkjarni með verslunum, fleiri veitingastöðum og börum. Þá gengur strætisvagn til Benidorm ef fólk langar að breyta um umhverfi og tekur sú ferð einungis um 10 mínútur.

Í Benidorm er vatnsleikjagarður en einnig er stutt héðan í hinn stórglæsilega skemmtigarð Terra Mitica, sem er einn glæsilegasti skemmtigarður Evrópu. Í garðinum dugar manni ekki minna en heill dagur til þess að njóta alls sem hann hefur upp á að bjóða. Garðurinn skiptist í 5 svæði, sem hvert og eitt tilheyrir sögu og menningarheimi ákveðins lands. Það eru Egyptaland og heimur faraóanna, Grikkland og hofin, Rómarveldi, eyjarnar og Iberia. Ómissandi er að njóta eins dags í þessum ævintýraheimi.

Ef þig langar að dvelja á góðum, fjölskylduvænum og notalegum stað, upplifa ekta spænska menningu en þó dvelja í nálægð við ys og þys Benidorm þá er Albir staðurinn.

Albir playa hotel & spa

Sérlega góður valkostur með góðum sundlaugargarði, frábær umgjörð fyrir gott frí!

Þetta er afar fallegt hótel í Albir og einungis um 900 metrar niður á fallega steinvöluströndina. Hótelið er vel útbúið og tilvalið fyrir þá sem kjósa hótelgistingu sem býður góða og fjölbreytta þjónustu.

Hér er stór og fallegur garður og góð leikaðstaða fyrir börn og einnig er hér starfandi barnaklúbbur og ýmis skemmtidagskrá í boði. Mjög falleg útisundlaug er í garðinum, en einnig er hér innisundlaug og barnalaug. Í garðinum er líka nuddpottur og hér er líkamsræktaraðstaða og heilsulind. Á hótelinu er einnig hlaðborðsveitingastaður, a la carte staður og bar.

Hér eru í boði "Standard" og "Deluxe" herbergi en Deluxe herbergi eru staðsett á efri hæðum hótelsins ásamt fleiru.

Standard herbergin eru innréttuð í klassískum stíl með parketi á gólfi og svölum eða verönd. Herbergin eru vel búin með svefnsófa, sjónvarpi, síma, loftkælingu, þráðlausu interneti (Wi-Fi), minibar og öryggishólfi (gegn aukagjaldi) og baðherbergi með hárþurrku.

Deluxe herbergin eru innréttuð í avant-garde stíl með parketi á gólfi, staðsett á efri hæðum hótelsins með svölum með útsýni yfir sundlaugarsvæðið eða til fjallanna. Öll herbergin vel búin með svefnsófa, sjónvarpi, síma, loftkælingu, þráðlausu interneti (Wi-Fi), minibar og öryggishólfi (gegn aukagjaldi) og á baðherbergi er hárþurrka ásamt sloppum og inniskóm.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því þær voru teknar.

Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

59955.0000
  Fullt verð 92.920 kr
  Þú sparar 32.965 kr
  Afsláttur 35%

  Valmöguleikar

  Characters left: 1000

  * Verður að fylla út

  Smáa letrið

  Leiðbeiningar

  • - Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • - Verð: 59.955 miðað við tvo fullorðna og tvö börn í herbergi, samtals 239.820 kr. 
  • - Verð: 69.995 miða við tvo fullorðna og eitt barn í herbergi, samtals 209.985 kr.
  • - Verð: 79.995 miða við tvo fullorðna í herbergi, samtals 159.990 kr.
  • - Verð: 74.995 miða við þrjá fullorðna í herbergi, samtals 224.985 kr.
  • - Brottför sun: 26. ágúst - Heimkoma: mán 3. sept
  • - Haft er samband við þig stuttu síðar með upplýsingar um ferðina og farseðla
  • - Athugið fargjald fyrir börn er fyrir 12 ára og yngri.
  • - Verð miðast við gistingu í standard herbergi

  Innifalið í verði:

  • - Flug og flugvallaskattar
  • - Hótel
  • - Innritaður farangur 20 kg og handfarangur 5 kg á mann

  Gildistími: 26.08.18 - 03.09.18

  Heimilisfang

  Heimsferðir
  Skógarhlíð 18
  105 Reykjavík

  www.heimsferdir.is

  Tilboð dagsins

  Hádegistilboð á SKÝ Restaurant & Bar -54%
  Skoða

  Hádegistilboð á SKÝ Restaurant & Bar centerhotels

  4.100 kr

  1.900 kr

  Hádegisverður á Jörgensen Kitchen & Bar -22%
  Skoða

  Hádegisverður á Jörgensen Kitchen & Bar Centerhotels

  2.450 kr

  1.900 kr

  Albír 30. ágúst í 7 nætur -35%
  Skoða

  Albír 30. ágúst í 7 nætur heimsferðir

  92.920 kr

  59.955 kr

  Sjóstöng, matur og skemmtun ! -40%
  Skoða

  Sjóstöng, matur og skemmtun ! seaadventure

  12.900 kr

  7.740 kr

  MAN áskrift í 6 mánuði á 5.990 kr. -44%
  Skoða

  MAN áskrift í 6 mánuði á 5.990 kr. Útgáfufélagið Mantra

  10.770 kr

  5.990 kr

  Vortilboð - Hótel Kríunes -32%
  Skoða

  Vortilboð - Hótel Kríunes Kríunes ehf

  25.000 kr

  16.900 kr

  Gjafabréf Aha.is - 5000 kr.
  Skoða
  Afslöppun og rómantík fyrir tvo á Hlið -41%
  Skoða

  Afslöppun og rómantík fyrir tvo á Hlið Hlið

  25.200 kr

  14.900 kr

  Kristal Laurus vasi H:25 cm -49%
  Skoða

  Kristal Laurus vasi H:25 cm Casa

  4.900 kr

  2.490 kr

  Kristal Opera vasi - Hæð 25 cm -59%
  Skoða

  Kristal Opera vasi - Hæð 25 cm Casa

  4.900 kr

  1.990 kr

  Kristal Fusion vasi - 30 cm -46%
  Skoða

  Kristal Fusion vasi - 30 cm Casa

  5.500 kr

  2.990 kr

  Kristal Invino rauðvínsglös -40%
  Skoða

  Kristal Invino rauðvínsglös Casa

  7.500 kr

  4.490 kr

  Kristal Laurus vasi H:19 cm -66%
  Skoða

  Kristal Laurus vasi H:19 cm Casa

  2.900 kr

  990 kr

  Kristal invino hvítvínsglös -44%
  Skoða

  Kristal invino hvítvínsglös Casa

  5.370 kr

  2.990 kr

  Karfan þín

  Augnablik...

  Augnablik