Brooks Hyperion

<ul><li>Léttasti skórinn frá brooks</li><li>Veitir góða fjöðrun</li><li>Eykur hraða og tempó</li><li>Engir saumar á viðkvæmum svæðum</li></ul>

Deal Information

Brooks Hyperion er léttasti og hraðasti skórinn frá Brooks. Hann veitir mikla fjörðun og svörun fyrir hröð hlaup. Hyperion er í ‘Speed’ flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum ‘Að velja hlaupaskó’.

Markmiðið með skónum er að auka hraða og tempó, það gera þeir með ‘BioMoGo DNA’ efninu sem inniheldur gelblöndu í frauðefninu og er hannað til að veita mikla fjöðrun í bland við höggdempun. Undirsólinn og miðsólinn vinna saman að fanga orkuna og gefa þér hana tilbaka í skrefið með sérstökum ‘Propulsion Pods’ og tæknilegri efnablöndu í undirsólanum. Svokallað ‘Midfoot Transition Zone’ flýtir fyrir færslunni frá niðurstigi yfir í fráspark, allt til að auka hraðann og svörunina.

Yfirbyggingin er auðvitað fislétt, hún er úr mjög vönduðu ‘Stretch Woven’ efni sem heldur vel að en teygist einnig vel, aukin öndunargöt eru fyrir ofan tær og miðfót að innaverðu. Engir saumar eru á viðkvæmum svæðum svo að hægt sé að nota hann án sokka ef viðkomandi óskar þess. Hælkappinn veitir þéttan stuðning en athugað skal að í svona léttum skóm er minna af efni til að veita stuðning en í öðrum skóm.

Við mælum eingöngu með Hyperion fyrir mjög vana hlaupara til notkunar í hröð hlaup og keppnir. Hægt er að nota hann til almennra æfinga en við tökum það fram að yfirbygginging er það létt og þunn að hún gæti rifnað við mikið álag í öðrum hreyfingum en hlaupum.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 10mm og þeir vega 181g í stærð 42,5. Áætluð ending í hlaupum eru um 300-500km.

Valid date: 26.04.2024 - 26.04.2024

Use at

Popular deals today