Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Svartar og blóðugar fjaðrir svífa til jarðar. „Án hrafnanna erum við … bara venjulegar villinornir. Já, kannski ekki einu sinni það,“ segir Þula, og í þetta sinn verður Klara að hjálpa hrafnamæðrunum en ekki öfugt, því tilvera þeirra er í hættu.

Ofsafengni hrafnastormurinn er aðeins fyrsta áskorunin í hættulegri för þar sem Klara verður að finna út hver er sannur vinur og hver raunverulegur fjandmaður.