Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ólafur Ásgeir Steinþórsson

Í þessari bráðskemmtilegu endurminningabók bregðurÓlafur Ásgeir Steinþórsson upp einstökum myndum af daglegu lífi og störfum fólks í Bjarneyjum á Breiðafirði síðustu árin sem eyjarnar voru í byggð. Frá Bjarneyjum er horfið vestur til Flateyjar og sagt frá töfraveröld æskunnar í leik og starfi. Að lokum er mannlífi og uppgangi í stórbænum Stykkishólmi lýst, þar sem fleiri lásu nótur en þeir voru sem kunnu faðirvorið og ungir menn sem áttu kærustur leiddu þær undir hendi um holóttar göturnar eins og þær væru úr postulíni frá Bing & Gröndal.