Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Brynhildur Þórarinsdóttir

Vinkonurnar Gerða og Ninna eru alveg fótboltaóðar. Götuboltaliðið æfir þrotlaust og stelpurnar eru stórhuga, þær vilja keppa á alvöru velli eins og strákarnir. En þá þarf að taka slaginn við samfélag sem hefur mjög skýrar hugmyndir um hvað 13 ára stelpur mega gera.

Ungfrú fótbolti er bráðskemmtileg baráttusaga sem gerist innan um hálfbyggðu húsin í Breiðholtinu 1980, sumarið sem Vigdís Finnbogadóttir skoraði hefðirnar á hólm og bauð sig fram til forseta.

Brynhildur Þórarinsdóttir hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir endursagnir sínar á Íslendingasögum og Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Leyndardóm ljónsins. Hún ólst upp í Breiðholtinu.