Sylvie og Karl hafa verið perluvinir frá því þau voru smákrakkar. Núna eru þau orðin þrettán ára og ganga í fyrsta skipti hvort í sinn skólann. Sylvie saknar Karls hræðilega, ekki bara af því að þau geta ekki lengur verið saman í frímínútum heldur er hann líka orðinn eitthvað skrýtinn – hann er meira að segja áhugalaus um leyndarmálið þeirra: Glerheima.
Hvað er í gangi í kollinum á Karli?
Jacqueline Wilson er einn vinsælasti barnabókahöfundur heims um þessar mundir og hefur hlotið margs konar verðlaun fyrir bækur sínar.
Stelpur í strákaleit og framhalds-bækur hennar öfluðu Jacqueline fjölda íslenskra aðdáenda sem munu njóta þess í botn að lesa Koss.
Halla Sverrisdóttir þýddi.
****
„Þetta er bráðskemmtileg bók og mæli ég hiklaust með henni.“
Harpa Mjöll Reynisdóttir, 14 ára / DV