Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Antti Tuomainen

Jaakko Kaunisma er farsæll sveppabóndi í finnskum smábæ þar til einn fagran sumardag að líf hans umturnast. Niðurstöður læknisrannsókna staðfesta að honum hefur verið byrlað eitur, í smáum skömmtum á löngum tíma. Hann er dauðvona aðeins 37 ára gamall.

Staðráðinn í að finna þann eða þá sem vilja hann feigan leggur Jaakko upp í æsilega rússíbanareið þar sem harla óvenjulegir karakterar verða á vegi hans og fáránlegar aðstæður taka óvænta og skuggalega snúninga.