Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Einar Kárason

„… hann rak sig á að hann skildi þetta ekki almennilega sjálfur. Hvernig allar víglínur tóku nú að riðlast, allir voru komnir í stríð við alla …“

Sumarið 1276 situr Sturla Þórðarson heima á Staðarhóli og hefur nýlokið við að skrá þann atburð er brúðkaupsgestir voru brenndir inni á Flugumýri. Þá gerir Magnús lagabætir Noregskonungur honum boð um að koma umsvifalaust á sinn fund. Sturla leggur tregur af stað ásamt tveim öðrum íslenskum höfðingjum, Hrafni Oddssyni og Þorvarði Þórarinssyni, en skip þeirra brotnar í óveðri við Færeyjar og þeir félagar þurfa að þreyja þar veturinn. Þessi langa dvöl verður Sturlu tilefni til að rifja upp válega atburði undangenginna fjörutíu ára og sjá þá í nýju samhengi …

Með Skáldi lýkur Einar Kárason Sturlungasögu sinni. Í Óvinafagnaði var Þórður kakali í sögumiðju, í Ofsa þeir Gissur Þorvaldsson og Eyjólfur ofsi, hér er það skáldið Sturla sem lifði þessa róstusömu tíma og færði okkur þá í frásögnum sínum. Nú fær hann sjálfur að sýna okkur í hug sinn, og með honum margir fleiri leikendur í þessari miklu atburðarás. Ofsi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

2.190 kr.
Afhending