Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Sigrún Eldjárn

Hvernig er að alast upp í safni? Að eiga gæslukonur og beinagrindur að vinkonum og fá konunga í heimsókn?

Þegar barnabókahöfundurinn Sigrún Eldjárn var lítil stelpa átti hún heima í Þjóðminjasafninu ásamt foreldrum sínum og systkinum. Þau voru samt engir safngripir eins og Valþjófsstaðahurðin eða Þórslíkneskið heldur bjuggu í ósköp venjulegri íbúð í safninu en faðir hennar, Kristján Eldjárn, var þjóðminjavörður á þessum tíma. Þetta sérstæða æskuheimili hafði djúpstæð áhrif á Sigrúnu sem rifjar hér upp æskuminningar, leiki og uppákomur innan um merkilegustu dýrgripi þjóðarinnar.

Sigrún Eldjárn á að baki glæstan feril sem spannar hátt í 45 ár og á áttunda tug titla. Hún hefur hlotið fjölda virtra verðlauna og árið 2008 var hún sæmd riddarakrossi hinnar Íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar. Bókin er gefin út í tilefni sjötugsafmælis höfundarins.

5.490 kr.
Afhending