Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Peter Handke

Ótti markmannsins við vítaspyrnu er ein frægasta bók Nóbelsverðlaunahöfundarins Peters Handke og hefur öðlast sess sem klassískt verk í evrópskum nútímabókmenntum.

Í bókinni segir frá fyrrverandi markmanni sem telur sig hafa verið rekinn úr vinnunni. Hann fremur morð og ráfar síðan eirðarlaus um í litlum austurrískum landamærabæ. Höfundur nýtir sér form glæpasögunnar en þó með öfugum formerkjum. Örvænting söguhetjunnar endurspeglast í frásagnarmátanum sem er í senn ljóðrænn og harmrænn og ristur rúnum sundrandi heims.

Franz Gíslason íslenskaði en Jón Bjarni Atlason bjó þýðinguna til prentunar og ritaði eftirmála um höfundinn og verk hans.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun