Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigrún Eldjárn

Í rykfallinni verslun í New York fær Rúnar dularfullan pakka sem hann er beðinn að fara með heim til Íslands. Á sama tíma fá vinir hans skrítna sendingu úr fjarlægri heimsálfu. Heima í Ásgarði er verið að undirbúa opnun náttúrugripasafns þar sem uppstoppaður ísbjörn verður til sýnis en það vantar eitthvað spennandi á sýninguna. Eitthvað alveg einstakt!

Náttúrugripasafnið er sjálfstætt framhald Forngripasafnsins, ríkulega myndskreytt saga eftir Sigrúnu Eldjárn sem smellpassar fyrir lesendur á aldrinum 8–12 ára.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 16 mínútur að lengd. Kristinn Óli S. Haraldsson les.

3.800 kr.
Afhending