Flokkar:
Í þessu þriðja bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1716–1732. Mál sem komu fyrir dóminn voru margvísleg. Tvær konur voru sakaðar um að deyða börn sín í fæðingu og dæmdar til dauða. Sækja varð um náðun til konungs til að þyrma lífi þeirra. Snæbjörn Pálsson uppnefndi kaupmanninn í Dýrafirði Lúsa-Pétur sem dró mikinn dilk á eftir sér og deilur Odds Sigurðssonar lögmanns við aðra embættismenn héldu áfram en nú varð hann að láta í minni pokann. Auk þess birtast hér ásakanir um falskt þingsvitni og embættismissir sýslumanns, deilur um reka, þjófnaðarmál og drykkjulæti í kirkju. Yfirrétturinn á Íslandi var æðsta dómstig innanlands á tímabilinu 1563–1800.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun