Flokkar:
Höfundar: Áslaug Snorradóttir, Rúnar Marvinsson
Fyrrum skítkokkur, náttúrubarn og löngu landsþekktur matreiðslusnillingur þeysist um Ísland og eldar úr því sem landið gefur af sér. Með í för er ljósmyndarinn Áslaug Snorradóttir, en fáir taka henni fram í að festa stemningu á filmu.
Leiðin liggur út í móa, niður á höfn, út í á, í fjöruna, heim til bænda og meira að segja alla leið til Færeyja. Bókin er full af góðum mat, skemmtilegu fólki og fallegum myndum.
Í bókinni eru uppskriftir frá öllum ferli Rúnars, allt frá sígildum sjóararéttum eins og Eyvindi með hor til nýuppfundinnar Tveggja-þara súpu sem á áreiðandlega eftir að lokka margan lesandann í fjöruferð.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun