Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Wheely Bug Mouse Small

Hefur Wheelybug verið öryggisprófað?

  • Já! Wheelybug eru prófaðir skv EN 71-71:2014, US ASTM-F963-17 og AU/NZ ISO8124:2014 stöðlum. Prófanir eru endurteknar annað hvort ár. Auk þess er áklæðið á Wheelybug prófað daglega.

 

Hvaða stærð hentar mínu barni?

  • Lítill Bug er með 22cm hárri setu. Við mælum með lítilli Bug fyrir krakka á aldrinum 1-3 ára, eða að hámarki 53kg.
  • Stór Bug er með 26cm hárri setu. Við mælum með stórri Bug fyrir krakka 3 ára og eldri eða upp að 53kg.

 

Er hægt að nota Wheelybug utandyra?

  • Wheelybug ætti að keyra vel á öllum sléttum yfirborðum en mikil notkun utandyra skemmir dekkin hratt.
  • Reynið að halda þeim frá sandi og drullu því það gerir dekkin líka skítug og hægir á ferðinni.
  • Ekki geyma Wheelybug úti, það skemmir hann.

 

Er ábyrgð á Wheelybug?

  • Wheelybug kemur með 12 mánaða ábyrgð vegna framleiðslugalla. Framleiðslugallar ættu að koma hratt í ljós en hafa ekki verið algengir enda gæðaeftirlit mikið í framleiðslu.
  • Wheelybug fellur úr ábyrgð ef farið er illa með hann, t.d. hann geymdur úti eða er mikið notaður á grófu yfirborði.

 

Hvernig hugsa ég um Wheelybug?

  • Framleiðendur mæla með að þurrka af Wheelybug með vatni með 2-3 dropum af Eucalyptus olíu í. Eucalyptus olían er bæði hreinsandi og nærir PU áklæðið og heldur því mjúku. Þá er gott að herða reglulega rærnar undir handfanginu.

 

Úr hverju er Wheelybug?

  • Wheelybug er alveg eiturefnalaus úr polyurethane leðri og viðurinn kemur frá umhverfisvænni skógrækt. Wheelybug er 100% vegan.

Hvað ber hann mikið? Get ég sest á hann?

  • Við mælum með að hámarksþyngd notenda sé ekki yfir 25kg, en hvert dekk þolir 30kg sem þýðir að Wheelybug þolir allt að 120kg!
  • Fullorðna fólkið getur því prófað að fá sér einn rúnt á Wheelybug! Wheelybug eru líka þægilegir til að tylla sér á þegar maður þarf að aðstoða litla fætur við að reima.

Er hægt að nota hann á teppi?

  • Já, þú ferð mun hægar yfir ef það er teppalagt og barnið fær meiri æfingu af leiknum, en það er ekkert sem mælir gegn því að nota Wheelybug á teppi.

 

Hvað má og má ekki með Wheelybug?

  • Börn ættu bara að nota Wheelybug það sem fullorðnir sjá til og ná til.
  • Wheelybug er ekki ætlaður sem göngugrind.
  • Leikföng á hjólum geta hvolfst á yfirborði sem ekki er slétt. Við mælum með að nota Wheelybug bara á þurru, sléttu yfirborði.
  • Wheelybug er hannaður fyrir einn notenda í einu. Margir farþegar geta valdið því að Wheelybug detti á hliðina.
  • Ekki leyfa barni að standa á setunni. Báðir fætur eiga að vera á jörðinni.
  • Það er mikilvægt að athuga reglulega hvort allar skrúfur og rær séu vel hertar.
  • Ráðlögð hámarksþyngd er 25kg
  • Þrífið einungis með mildri sápu og vatni. Grófir svampar eða stálull skemmir vöruna. Ekki má nota acetone eða aðra lakkleysa á Wheelybug
  • Skiljið ekki eftir úti.

 

  • It goes backwards, forwards, sideways, and round and round
  • Helps promote gross motor skills and balance like no other toy
  • Its bodies have a padded layer of sponge which is covered with a tough layer of polyurethane.
  • Great to use on smooth level floors and ideal for indoors or outdoors
  • Cushioned, comfy body can be easily wiped clean
  • It goes backwards, forwards, sideways, and round and round
  • Helps promote gross motor skills and balance like no other toy
  • Its bodies have a padded layer of sponge which is covered with a tough layer of polyurethane and can be easily wiped clean
  • Great to use on smooth level floors and ideal for indoors or outdoors

 

21.900 kr.
Afhending