Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurður Gylfi Magnússon

Bræðurnir frá Tindi við Steingrímsfjörð í Strandasýslu, Níels (f. 1870) og Halldór (f. 1871) Jónssynir, voru sjálfsmenntaðir alþýðumenn, haldnir óstöðvandi áráttu að skrásetja líf sitt og umhverfi. Hér eru dagbækur þeirra, einkabréf og önnur persónuleg skrif, notuð til að skyggnast inn í tilveru íslenskrar alþýðu á áratugunum í kringum aldamótin 1900.

Þegar samfélagið var að stíga fyrstu skrefin inn í nútímann. Einkum er athugað hvernig þeir þráðu og öðluðust menntun, tjáðu ást og brugðust við sorgaratburðum. Jafnframt er litið til persónulegra heimilda eftir aðra Íslendinga og málin rædd með hliðsjón af útlendum fræðiritum. Hér er beitt vinnubrögðum microhistory, sem höfundur kallar einsögu á íslensku, og þess vegna er bókin nýjung í íslenskum sagnfræðirannsóknum.

Bókin er gefin út í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir.