Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðmundur Magnússon

Endurminningar Magnúsar Gústafssonar, fyrrum forstjóra Hampiðjunnar og Coldwater Seafood í Bandaríkjunum eru um margt mjög áhugaverð lesning um líf manns sem var sendur ungur í fóstur en braust af dugnaði til bjargálna. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skrifar hér lipurlega um stórmerkilegan feril manns sem var í mörgu brautryðjandi í viðskiptum.

Magnús Gústafsson er mörgum Íslendingum kunnur þótt hann hafi lengst af starfað á erlendri grundu. Meðal annars gengdi Magnús í tvo áratugi forstjórastöðu hjá fisksölufyrirtækinu Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Þar áður hafði hann verið forstjóri Hampiðjunnar auk þess að starfa við rekstrarráðgjöf og sitja í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, íslenskra og erlendra, á löngum og farsælum ferli. Hann var um tíma aðalræðismaður Íslands í New York.