Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ragnar Ingi Aðalsteinsson

Magni Kristjánsson var árum saman skipstjóri á bátum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Eftir
að hann hætti til sjós gerðist hann hótelhaldari og verslunarmaður. Í bókinni segir frá mörgum eftirminnilegum uppákomum.

Þar má nefna: síldarævintýri í Mjóafirði, áflog um borð í síðutogara, ríflega 50 daga siglingu heim frá Japan, torkennilegan kapal á grunnslóðinni, æsileg átök í Þorskastríðinu, uppreisn á loðnuflotanum, þróunarstarf á Grænhöfðaeyjum, örnefni á hafsbotni, eftirminnilegan fund hjá Farmanna- og fiskimannasambandinu, sögulegar hreindýraveiðar, sviptingar í pólitík og margt fleira.

Magni segir frá af hispursleysi og hreinskilni. Hann var mikill áhugamaður um kolmunnaveiðar, kenndi sjómönnum ýmis fræði, kom á fót söfnum, vann við tunnuþvott fyrir Þrótt á Norðfirði, stóð ásamt öðrum að Sjómannadagsblaði Neskaupstaðar og svo mætti lengi telja.