Flokkar:
Höfundur: Vigdís Grímsdóttir
Hér
var
einu sinni
blámálað timburhús
með hvítum gluggakörmum
og dyrnar í suður
móti sólinni
græn flöt
svart grindverk
og túlípanar
meðfram stéttinni
Hér bjuggum við
Hér dansaði systir mín
berfætt í vindinum
beið elskhugans
sem fór
fætur hennar voru trylltir
Ég sat á tröppunum
og horfði á hana
fægði mynd
af horfinni vinkonu
sem ort hafði ljóð
um blóm á pilsum kvenna
Ég elskaði ljóð
sem ég hafði aldrei heyrt.
Lendar elskhugans er áhrifamikil ljóðabók eftir Vigdísi Grímsdóttur. Bókin kom upphaflega út hjá Iðunni árið 1991.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun