Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sif Sigfúsdóttir

Þegar hin þrettán ára gamla Embla hefur leitina að hauskúpunni lendir hún í illdeilum við glæpamenn. Hvers vegna elta þeir hana uppi? Hvaða leyndarmál leynast í mýrinni?

Tvö hundruð og fimmtíu árum seinna hafast Ísold og Hrólfur við í breyttum heimi þar sem dularfull myrk öfl og verur utan úr geimnum eru komnar til jarðarinnar.

Tekst Véssunum að endurheimta dularfullan grip sem tapaðist í mýrinni? Rætast spádómar Völuspár um heimsendi? Skilaboð úr fortíðinni veita veika von um að bjarga jörðinni. Hvernig stöðvar maður annars skrímsli eins og Véssana?

Nýstárleg saga ólík öllu því sem þú hefur lesið áður. Fyrir 10 – 99 ára, um baráttu góðs og ills, von, vináttu, hugrekki og kærleika.