Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Gunnar F. Guðmundsson

Í þessari bók fjallar Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur um kaþólskt trúboð á Íslandi á 19. öld, frá upphafi þess 1857 og þangað til það lagðist af 1875.

Hann leitast einkum eftir því að svara þessum spurningum: Hvers vegna var hafið trúboð á Íslandi um miðja 19. öld? Hvernig hugðust trúboðarnir snúa Íslendingum til kaþólskrar trúar? Bar trúboðið árangur, sem til var ætlast?

Bókin er gefin út í ritröðinni Ritsafn Sagnfræðistofnunar.