Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Peter Madsen

Epli Iðunnar tryggja ásunum eilífa æsku og því verður mikið uppnám í Ásgarði þegar í ljós kemur að bæði Iðunn og eplin eru horfin. Örvænting grípur um sig meðal ásanna þegar ellin læsir klónum í þá. Það skyldi þó ekki vera að Loki hinn lævísi viti eitthvað um þetta dularfulla eplahvarf?

Bókaflokkurinn um Goðheima eftir Peter Madsen hóf göngu sína fyrir rúmum þrjátíu árum og nýtur enn gríðarlegra vinsælda um allan heim. Gulleplin er sjötta bókin í flokknum en hún hefur ekki áður komið út á íslensku. Bráðfyndin og fræðandi bók fyrir húmorista á öllum aldri.

Bjarni Fr. Karlsson þýddi.

* * * 1/2
„… lipurlega sögð og afskaplega vel teiknuð … Þetta eru fjörmiklar bækur sem stálpuð börn eiga að geta notið, og fullorðnir ekki síður, bækur þar sem unnið er á bráðskemmtilegan hátt úr sagnaheimi sem við hér í norðrinu eigum sameiginlegan og ekki má gleymast.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið

3.460 kr.
Afhending