Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Svandís Ívarsdóttir

Listakonan Líf málar málverk eftir gamalli ljósmynd og skömmu síðar kynnist hún áhugasömum kaupanda sem reynist þekkja uppruna ljósmyndarinnar. Kynni þeirra virðast ætla að draga dilk á eftir sér.

Í þessari nóvellu er skrifað um lífið og listina á ljóðrænum og lágstemmdum nótum.

Marrið í sandinum er þriðja bók Svandísar Ívarsdóttur, en hún hefur áður sent frá sér barnabókina Háfleyga-hraðskreiða og Frúin í Hamborg (2011) og ljóðabókina Skrifað í sandinn (2013). Fyrri bækur hennar fengu báðar góðar viðtökur.

1.960 kr.
Afhending