Höfundur: Isabel Allende
Einn góðan veðurdag liggur reifabarn á tröppunum hjá þeim systkinum Rósu og Jeremy Sommerset.
Þau taka barnið að sér og gefa því nafnið Elísa. Hún lifir frekar einangruðu lífi innan húsveggja fjölskyldunnar þangað til ástin knýr dyra í líki hins fátæka Joaquíns. Leikurinn berst þá til Kaliforníu þar sem ævintýri og hættur bíða við hvert fótmál.
Baksvið þessarar miklu örlagasögu er gullæðið mikla í Bandaríkjunum. Sagnagleði Isabel Allende nýtur sín hér til hins ýtrasta, svo og samúð hennar með persónum.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 13 klukkustundir og 32 mínútur að lengd. Katla Margrét Þorgeirsdóttir les.