Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Goscinny, Morris

Lukku Láki er 70 ára árið 2016. Hugsið ykkur!

Í tilefni þess vill Froskur útgáfa gefa lesendum íslenskra myndasagna og þeim sem hafa gaman af að lesa Lukku-Lákabækurnar tækifæri til að drekka í sig eitt af áður óþýddum ævintýrum hans; Draugabærinn. Bókin er listilega skrifuð af Goscinny og teiknuð af Morris.

Lukku Láki rekst á tvo spilasvindlara: Kalla og Danna á ferð sinni sem leiðir hann í Tígulgil, bæ sem er skammt frá Gullhæð þar sem allt snýst um gullgröft. Siggi skot er eini íbúi Gullhæðar og rekur alla í burtu, fullviss um að þeir ásælist gullnámuna hans.

Reyndar virðist ekkert gull að finna í námunni, en karlinn leitar þó enn í von um ríkidæmi. Kalli kóngur og Danni kaupahéðinn sjá tækifæri til að hirða gullnámuna af þeim gamla en þá er Lukku-Láka að mæta.

Þessi bók er algjör gullmoli sem allir ættu að lesa.