Flokkar:
Þetta bókarkorn geymir huggunarorð, bænir og örsögur af ýmsu tagi sem varpa ljósi á æðruleysisbænina. Æðruleysisbænin er mörgum kunn og kær. Fólk sem unnið hefur með tólf spora kerfið, t.d. innan AA samtakanna og á námskeiðum í kirkjum undir heitinu Tólf sporin – andlegt ferðalag, hefur notið þeirrar gæfu að hafa tileinkað sér æðruleysisbænina.
En æðruleysisbænin á erindi til allra í atvikum daganna.
Hún hefur reynst hughreysting og haldreipi þegar tekist er á við ósigra og erfiðleika. En hún er líka styrkur og leiðsögn á daglegri för í margbreytilegum aðstæðum.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun