Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðbergur Bergsson

Allt frá því tónar útvarpsmessunnar glymja á sunnudagsmorgni til þess að fólk fer á fætur á mánudagsmorgni fylgist lesandinn með samræðum, vitrunum, draumum, hugsunum og myndbreytingum fólksins á Tanga. Timbruð vinnudýrin pústa út eftir að hafa kýlt vömbina á sunnudagssteikinni og láta sig dreyma um æsileg ævintýri með erótískum kynjafiskum eða veslast upp í eilífri endurtekningu leiðans.

Á heiðinni lúrir Kaninn eins og goðsagnaormur á gulli sínu og dregur fram með nálægð sinni nýlendueðli og þrælslund þeirra sem bíða dáðlausir eftir frelsinu en skortir ímyndunarafl til að skapa sér sjálfstæða tilveru.

2.390 kr.
Afhending