Höfundur Ransom Riggs

„Ég var nýbúinn að sætta mig við að líf mitt yrði ósköp venjulegt þegar óvenjulegir hlutir fóru að gerast.“

Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn er ævintýrasaga fyrir unglinga og fullorðna eftir bandaríska höfundinn Ransom Riggs. Þegar Jakob er lítill strákur segir afi Portman honum sögur af dularfullu barnaheimili sem hann ólst upp á og sýnir honum furðlegar ljósmyndir af munaðarlausum börnum. Sextán ára gamall er Jakob hættur að taka mark á þessum lygilegu sögum og það er ekki fyrr en eftir fjölskylduharmleik sem hann fer að gruna að kannski sé eitthvað hæft í frásögn afa hans. Jakob fer til afskekktrar eyju við strönd Wales að leita að barnaheimilinu en þar fer líf hans að flækjast með hætti sem hann hefði aldrei getað órað fyrir. Æsispennandi saga um dularfulla eyju, sérkennileg börn og merkilegt barnaheimili sem verið hefur ofarlega á metsölulista erlendis allt frá útgáfu bókarinnar og notið hefur mikillar hylli fantasíulesenda.

Twentieth Century Fox keypti kvikmyndaréttinn af bókinni og verður leikstjórn í höndum Tim Burton sem gert hefur garðinn frægan með myndum á borð við Nightmare Before Christmas, Edward Scissorhands, Sleepy Hollow og svo mætti lengi telja.

Ransom Riggs er bandarískur rithöfundur og leikstjóri og Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn er fyrsta skáldsagan sem hann sendir frá sér. Upphaflega ætlaði Riggs að taka saman gamlar myndir í ljósmyndabók en þar sem hann lá yfir gulnuðum myndum af börnum í undarlegum búningum spratt fram sagan af barnaheimilinu hennar fröken Peregrine og sérkennilegu skjólstæðingunum hennar. Bókin er skreytt með gömlum ljósmyndum af furðulegu fólki og sérkennilegum börnum sem er frábær pæling og vel útfærð, enda tengjast myndirnar sögunni vel, auka á dulúð hennar. 

1990

Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 90mín.
  • 55mín.
Um Salka
Salka
Salka Salka, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Salka var stofnuð vorið 2000 og síðan þá hafa verið gefnir út hátt í 20 titlar.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik