- Ökklahlíf með hámarks stuðning
5146 er ótrúlega þægileg sérstaklega miðað við hversu mikinn stuðning hún veitir. Með Elite Engineered Elastic™ efninu veitir hún þægilegt aðhald og hefur góð áhrif á blóðflæði. Einnig hefur efnið góða öndunareiginleika svo þú svitnir minna undan henni. Hún tekur örlítið minna pláss í skónum heldur en McDavid 195.
Öflugir strappar eru bæði innan og utanvert sem styðja vel við og loks strappi að ofan sem eykur stuðninginn og heldur hinum ströppunum örugglega á sínum stað. Hönnunin líkir eftir því hvernig ökklinn er teipaður.
Ein hlíf í pakka sem passar bæði á hægri og vinstri fót.
Ekki setja í þvottavél, eingöngu handþvottur.
Stærð eftir ummáli rétt fyrir ofan ökklakúlu. Mælið þegar staðið er í fótinn.