Brooks Caldera er ótrúlega mjúkur en léttur utanvegaskór. Þeir eru með hlutlausa styrkingu og veita góða fjöðrun. Caldera er í 'Energize' flokknum hjá Brooks sem hægt er að lesa nánar um í textanum'Að velja hlaupaskó'.

Miðsólaefnið í Caldera er 'BioMoGo DNA' sem er með gelblöndu í frauðinu sem veitir því góða fjöðrun og skilar orkunni úr niðurstiginu vel tilbaka í skrefið. Caldera er einn allra mýksti utanvegaskórinn á markaðnum! Hönnun miðsólans er flatari en almennt í götuskóm sem gerir niðurstig þægilegthvar sem er á fótinn, hælinn, miðfótinn eða tábergið sem hentar vel með svona þykkari botní mjög breytilegu undirlagi.

Undirsólinn er úr mjög mjúku og gripmiklu 'Sticky Rubber'. Til að hafa skóna sem léttasta er minna af gúmmí í undirsólanum á Caldera heldur en t.d. áCascadiaen gúmmíið er hinsvegar gripmeira. Með þessari gúmmíblöndu og minna af hennier endingin því minni heldur en íCascadiaen til að létta skóna er oft fórnað svolítilli endingu. Hönnun undirsólans er gerð til að veita öryggi þegar hlaupið er niður brekkur með því að minnka skrik til hliðanna og svolitla bremsun en auðvitað einnig gott grip áfram til að halda meiri hraða.

Yfirbyggingin er létt og andar vel, hún einnig losar mjög vel um bleytu innanfrá ef verið er að vaða í skónum. Efnið er blanda af 'Ariaprene™' og 'Cordura AFT' sem erþéttara og slitsterkara heldur en í götuskóm svo minni hætta er á að sandur og grjótkomist í gegnum það og oft er álagið frá umhverfinu meira krefjandi utanvega heldur en í götuhlaupum. Mikið er notast við '3D Rubber Print' á álagssvæði til að styrkja skóinn án þess að þyngja eða bæta við saumum. Hælkappinn veitir mjög góðan stuðning með þægilegri bólstrun að innan og aftan á honum er franskur rennilás til að festa grjóthlífar ásamt vasa á tungunni þar sem hægt er að stinga reimunum.

Caldera hefur verið að vaxa í vinsældum hjá okkur og er skemmtileg viðbót viðCascadiaogPureGritskóna sem hafa verið vinsælustu utanvegaskórnir okkar undanfarin ár. Þeir henta bæði fyrir byrjendur sem lengra komna í bæði styttri og lengri vegalengdir. Þeir eru með hlutlausa styrkingu og vegna þess hversu mjúkir þeir eru þá mælum við í flestum tilfellum frekar meðCascadiaeðaPureGritfyrir þá sem eru með innhalla eða óstöðug í niðurstigi.

Hæðarmismunur hæls og tábergs er 4mm og vegur 281g í stærð 42,5. Áætluð ending er 400-600km.

14000.0000

Brooks Caldera 2

Fullt verð 17.990 kr
Þú sparar 3.990 kr
Afsláttur 22%
  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 54mín.
  • 25mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

Fullt Verð: 17.990 kr

Tilboðsverð: 14.000 kr

Um Eins og fætur toga
Eins og fætur toga
Eins og fætur toga Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
Skór og fylgihlutir

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik