Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Óttar Sveinsson

Rétt fyrir jól lenda tvær ungar konur og vinur þeirra í tveimur flugslysum á Íslandi – sama daginn! +++ Ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, horfast í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl uppi á Mosfellsheiði +++ Þegar björgunarsveitarmenn koma að þyrlunni, sem hefur brotlent illa, heyrast þaðan skerandi neyðar- og sársaukaóp +++ Ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug mætir þeim – það er að kvikna í flakinu – það er eins og tifandi tímasprengja!

Guð minn góður, er þyrlan að springa? +++ Hörfum við eða tökum við áhættuna og reynum að bjarga fólkinu? Lifum við þetta af eða farast tugir manna og kvenna? +++ Hér segja íslenskir björgunarmenn frá því hvernig þeir lögðu sig í bráða lífshættu +++ Þau sem lentu í báðum flugslysunum lýsa magnaðri lífsreynslu. Flugslysin tvö urðu með fjögurra klukkustunda millibili árið 1979 +++ Meðal þeirra sem gengu í björgunarstörf var Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem einnig lenti í lífshættu í flugferð þegar hann var að störfum sjö árum síðar +++ Læknir taldi alla látna í þyrluflakinu +++ Flugfarþegi hélt að hann væri dáinn +++ Nítján ára piltur var heiðraður fyrir framúrskarandi björgunarstörf +++ Eitt sögulegasta slys síðustu aldar.

Útkallsbækurnar hafa í aldarfjórðung verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga, en slíkt er einstætt. Bækur sem lesendur leggja ekki frá sér fyrr en að lestri loknum. Með sínum hörkuspennandi frásagnarstíl tekst Óttari Sveinssyni ávallt að koma okkur í náin tengsl við söguhetjurnar sem eru sprottnar beint úr íslenskum raunveruleika. Mannlegt drama, einlægni, fórnfýsi, ást og umhyggja alþýðufólks lætur engan ósnortinn.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 6 klukkustundir að lengd. Höfundur les.