Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jojo Moyes

Sam dreymir um annað líf, þar sem hún er laus við peningaáhyggjur og þunglyndan eiginmann. Einn morguninn tekur hún óvart vitlausa tösku heim úr ræktinni og í henni reynist vera Chanel-jakki og rándýrir hönnunarskór. Þegar hún freistast til að klæða sig í skóna finnst henni hún vera orðin allt önnur kona.

Nisha á töskuna. Líf hennar virðist fullkomið, en daginn sem hún glatar töskunni hendir vellauðugur eiginmaður hennar henni á dyr og lokar bankareikningum hennar. Allt er hrunið, hún er ein á báti með tösku ókunnugrar konu og gamla skó.

En engin kona er eyland. Jafnvel konan sem var að eyðileggja líf þitt gæti reynst þín stoð og stytta. Því að saman getið þið gert hvað sem er.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun