Black Diamond Pilot 11 Jetforce snjóflóðabakpoki

Nánari lýsing
Helstu eiginleikar:
- 11 lítra snjóflóðapoki hannaður fyrir styttri ferðir s.s. þyrluskíðun og utanbrautaskíðun á skíðasvæðum.
- Jetforce kerfið er samvinnuverkefni Black Diamond og Pieps.
- Pokinn er blásinn út á innan við 3 sekúndum með öflugri viftu sem heldur honum útblásnum í þrjár mínútur.
- Þegar flóðið hefur „sest“ dregur viftan loftið úr pokanum og býr til loftrými fyrir þann sem er grafinn í snjóinn.
- Auðvelt er að pakka pokanum aftur og lítið mál að prófa pokann og venjast honum.
- Lithium-Ion hleðslurafhlaða sem dugir í 4 „útblástra“ á einni hleðslu.
- Má taka með sér um borð í flugvél.
- Góðar axlarólar (SwingArm™) og auðvelt að komast í burðarhólfið.
- Ólar fyrir skíði og snjóbretti. Hólf fyrir snjóflóðastöng og skóflu. Festing fyrir ísöxi og hjálm. Vasi á mittisól og rennt smáhlutahólf.
- Þyngd 3.200 gr.