Endalokin nálgast! Myrkrið hefur sigrað. Ísland verið lagt í rúst. Þau örfáu sem eftir lifa hafa leitað skjóls á litlum víggirtum bóndabæ á Reykjanesinu. En þau geta ekki falið sig endalaust. Handan við hornið bíður þeirra barátta upp á líf og dauða, þar sem eitt er víst: Það munu ekki allir lifa af.
Skólaslit 3: Öskurdagur eftir Ævar Þór Benediktsson er seinasta Skólaslita-bókin. Sagan birtist fyrst sem ógnvekjandi hrekkjavökudagatal en kemur nú út á bók – sem lesendur munu tæta í sig. Ari H.G. Yates og Lea My Ib teikna hrollvekjandi myndir.
Í bókinni má líka finna Jólaslit– áður óútgefna smásögu sem gerist á milli Skólaslita 2 og 3!
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 4 klukkustundir og 38 mínútur að lengd. Höfundur les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun