Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðrún Sveinbjarnardóttir

Reykholt í Borgarfirði er meðal merkustu sögu- og minjastaða á Íslandi. Á árunum 2002-2007 fór fram fornleifarannsókn á gamla kirkjustæðinu í Reykholti. Niðurstöður þeirrar rannsóknar eru nú birtar í bókinni Reykholt – The Church Excavations eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur. Bókin er gefin út af Þjóðminjasafni Íslands í samvinnu við menningar- og miðaldasetrið Snorrastofu í Reykholti og Háskólaútgáfuna.

Þó að Reykholt hafi líklega verið höfðingjasetur allt frá því að þar var fyrst byggt, er staðurinn best þekktur fyrir búsetu Snorra Sturlusonar, höfundar Snorra Eddu og Heimskringlu meðal annarra verka, þar á fyrra helmingi 13. aldar, Reykholt varð einn af hinum fyrstu stöðum, í kirkjusögulegri merkingu orðsins, snemma á 12. öld og var þá einnig goðorð. Elstu fornminjar á bæjarstæðinu hafa verið tímasettar til um 1000 og tilheyra því annarri kynslóð byggðar á Íslandi. Kirkja virðist hafa verið reist á staðnum um svipað leyti eða örlitlu síðar.

Seint á 19. öld var kirkjan færð aðeins norðar í kirkjugarðinn, þar sem hún stendur enn, en það veitti aðgang að gamla kirkjustæðinu sem var grafið upp á árunum 2002-2007. Niðurstöðurnar eru birtar í þessari bók. Rannsóknirnar beindust eingöngu að byggingunum þar sem kirkjugarðurinn umhverfis þær var í notkun þar til í byrjun 20. aldar. Fjórar mismunandi byggingategundir voru grafnar upp, hver ofan á annarri, en þeim var skipt í átta byggingarstig. Elstu þrjár byggingarnar voru niðurgrafnar um meira en meter, en engar slíkar kirkjur eru þekktar annars staðar á Norður-Atlantshafssvæðinu. Miðaldabyggingarnar eru taldar hafa verið stafverkshús, með fyrirmyndir t.d. í Noregi. Byggingargerðin breytist við siðaskiptin á 16. öld, og frá 17. öld eru varðveittar nákvæmari lýsingar á byggingunum í úttektum. Við uppgröftinn fannst fjöldi gripa, þar á meðal innfluttir gripir sem unnt er að aldursgreina. Aðeins þær grafir sem voru inni í húsgrunnunum voru rannsakaðar. Athyglivert er að í 18. aldar kirkjunni var hópur einstaklinga sem tilheyrði sömu fjölskyldunni grafinn.

6.930 kr.
Afhending