Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Tom Ang

Hugmyndarík handbók fyrir alla sem vilja ná góðum tökum á ljósmyndun, hvort sem þeir eru að stíga fyrstu skrefin eða eru reyndir myndasmiðir.Í bókinni er að finna hagnýtar leiðbeiningar og myndræn framsetning hjálpa þér að ná tökum á helstu aðferðum og veita þér innblástur til að móta þinn eigin stíl.

Fjallað er um allar helstu nýjungar í stafrænni ljósmyndun, þar á meðal við myndvinnslu, kvikmyndatöku og eftirvinnslu hreyfimynda.

Höfundurinn, Tom Ang, er margverðlaunaður ljósmyndari, sjónvarpsþáttastjórnandi og metsöluhöfundur. Í bókinni eru birtar ríflega 1000 ljósmyndir eftir hann.

Stórfróðlegt uppflettirit sem þú leitar í aftur og aftur!

Hagnýt og ítarleg handbók um ljósmyndun og myndvinnslu fyrir byrjendur og lengra komna.

„Bókin Stafræn ljósmyndun – skref fyrir skref er yfirgripsmikið uppflettirit sem fjallar um fjölmarga þætti ljósmyndunar og hefur alla burði til að nýtast áhugasömum vel.
Sigtryggur Ari Jóhannsson / DV

„Þeir sem hafa áhuga á ljósmyndun verða vitanlega að eiga bók við hæfi. Stafræn ljósmyndun skref fyrir skref er slík bók.”
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið


7.850 kr.
Afhending