Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Birgitta Haukdal

Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.

Lára hlakkar alltaf til að fara á fimleikaæfingu. Það er svo skemmtilegt að hoppa á trampólíninu og gera ýmsar æfingar. En í dag á Lára erfitt með að einbeita sér því hún er með lausa tönn. Ætli það sé sárt þegar hún dettur loksins úr? Og hvað á eiginlega að gera við barnatennurnar?