Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Helena Willis, Martin Widmark

Spæjarastofa Lalla og Maju tekur að sér öll spennandi og hættuleg verkefni!

Í þriðja sinn á skömmum tíma hefur verið framið rán í bakaríi Víkurbæjar. Í öll skiptin var afgreiðslukassinn fullur af peningum. Svo virðist sem ræninginn viti nákvæmlega hvenær eigi að láta til skarar skríða! Getur verið að einhver starfsmaður bakarísins aðstoði ræningjann?

Lögreglustjórninn í Víkurbæ er í standandi vandræðum og leitar til hinna ráðagóðu spæjara, Maju og Lalla. Þau hafa sínar grunsemdir …

Sögurnar af Spæjarastofu Lalla og Maju henta vel þeim krökkum sem þurfa að æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Spæjarar á aldrinum 6-10 ára geta lesið Ráðgátubækurnar aftur og aftur og í hvaða röð sem er. Áður hafa komið út Demantaráðgátan, Hótelráðgátan og Sirkusráðgátan.

4.270 kr.
Afhending