Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Gerður Kristný, Þórey Mjallhvít Heiðardóttir Ómarsdóttir

Þorgeir þráir ekkert heitar en að eignast hund. En vegna gamla gula hundsins sem týndist endur fyrir löngu hefur hann litla von um að sá draumur rætist. Dag einn heyrir hann um land hinna týndu sokka. Þangað fer allt sem týnist og því ekki líka hundar? En hvernig kemst átta ára strákur til landsins þar sem allt er týnt?

Gerður Kristný hefur getið sér gott orð fyrir bækur sínar og fyrir söguna Mörtu smörtu fékk hún Bókaverðlaun barnanna. Land hinna týndu sokka er fjörug og falleg saga, ríkulega myndskreytt af Þóreyju Mjallhvíti Heiðardóttur Ómarsdóttur.