Flokkar:
Höfundur: Jónína Leósdóttir
Ef einhver hefur áhuga á meðaltölum frá Evrópu þá er mittismál meðalkonunnar þar víst rúmlega 86 sm. Mjaðmamál hennar er tæpir 100 sm og brjóstamálið tæplega 98 sm. Konur hafa líka verið að hækka á undanförnum áratugum og meðalhá kona í Evrópu er núna 167–168 sm. (Ég mældi mig áðan, þegar betri helmingurinn sá ekki til, og get fullyrt án þess að ljúga nokkru að ég er alveg dæmigerð Evrópukona – á hæð.)
Vorið 2007 horfðist Jónína Leósdóttir í augu við að hún var orðin allt of þung. Þetta þýddi ekki bara að hún passaði ekki lengur í fötin sín heldur hafði ástandið alvarlegri fylgikvilla: bágt heilsufar og andleg og líkamleg þyngsli. Hún einsetti sér að komast í kjörþyngd – ekki í fyrsta skipti; en að þessu sinni ákvað hún að skrásetja ferlið frá degi til dags.
Léttir geymir dagbók Jónínu í heilt ár. Þar segir hún frá aðferðunum sem hún beitir til að léttast, árangrinum sem hún nær og það sem meira er: afar fjölbreyttri umfjöllun um megrun og mataræði sem verður á vegi hennar þessa tólf aðhaldsmánuði.
Dagbókin er í senn hvetjandi, fróðleg og fyndin lesning fyrir alla sem einhvern tíma spá í línurnar.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun