Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Lars Kepler

Lögreglumaðurinn Joona Linna hefur setið í fangelsi í tvö ár þegar yfirvöld leita aðstoðar hjá honum. Dularfullur morðingi sem kallaður er Kanínufangarinn er kominn á kreik og fórnarlömb hans eru af háttsettara taginu …

En hver er hann og hvaða harma á hann að hefna? Og hvernig tengist sjónvarpskokkurinn Rex Müller morðunum? Joona og Saga Bauer verða að finna svör áður en það er um seinan.

Spennusagnameistarinn Lars Kepler er aftur kominn á gamalkunnar slóðir og spennan er meiri en nokkru sinni fyrr. Kanínufangarinn var mest selda skáldsaga Svíþjóðar 2016.

Nanna B. Þórsdóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 16 klukkustundir og 19 mínútur að lengd. Kristján Franklín Magnús les.

4.040 kr.
Afhending