Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Guðrún Helgadóttir, Sigþrúður Gunnarsdóttir

Við erum öll fædd frjáls er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna fyrir börn á öllum aldri. Bókin kemur út í tilefni af 60 ára afmæli yfirlýsingarinnar í samstarfi útgefenda um allan heim og Amnesty International, en höfundarlaun af bókinni renna óskipt til samtakanna.

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna geymir þrjátíu mikilvægar reglur sem gilda fyrir allt fólk í heiminum – konur, karla og börn. Þessar reglur útskýra réttindi sem við höfum öll, hver sem við erum, hvaðan sem við komum og hvernig sem ástandið er. Enginn getur tekið þessi réttindi frá okkur.

Í þessari einstöku bók er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna sett fram í skýru og einföldu máli og fallegum myndum eftir fjölmarga þekkta listamenn. Þar með er alþjóðleg mannréttindalöggjöf í fyrsta sinn gerð aðgengileg íslenskum börnum á öllum aldri.

Í framhaldi af lestri bókarinnar er upplagt að ræða efnið, hvort sem er heima eða í skólum og leikskólum, enda grundvöllur allra lýðræðissamfélaga að hver maður þekki rétt sinn og annarra.

Formála ritar Guðrún Helgadóttir rithöfundur.

Sigþrúður Gunnarsdóttir þýddi.

2.760 kr.
Afhending